Dagbók

0
Showing 1 of 18

Í amstri hversdagsins þýtur tíminn áfram. Við stöldrum sjaldnast við til að leiða sérstaklega hugann að okkar daglegu athöfnum. Það var því skemmtilegt að vera sett fyrir það verkefni að gera mínu daglega lífi skil í myndum. Myndirnar eru teknar á þriggja vikna tímabili en ég kaus að setja þær upp þannig að þær virðist lýsa einum degi – frá morgni til kvölds. Lífið er ósköp venjubundið en þó er alltaf eitthvað óvænt sem gerist. Eins og að finna maríubjöllu í glugga – en það er víst heillamerki ekki satt?

Verkefnið var unnið í MA-námi í Hagnýtri menningarmiðlun. Sú útgáfa sem hér birtist er örlítið stytt.

Höfundur/Ljósmyndari: Anna Guðfinna Stefánsdóttir.

Creative Commons License Efni þetta er bundið höfundarétti eins og kveðið er á um hér: Creative Commons Attribution-NonCommercial-NoDerivatives 4.0 International License.

Dagblað og kaffibolli á borði

Share.

About Author

Höfundur er með BA próf í Listfræði og mun ljúka MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun vorið 2015.

Leave A Reply